Sólkerfið
MAVEN

MAVEN (geimfar)

 • MAVEN, könnun Mars
  Marskanninn MAVEN

Maven (Mars Atmosphere and Volatile Evolution) er könnunarfar sem NASA hyggst skjóta á loft í árslok 2013 og komast á braut um Mars árið 2014. Meginmarkmið leiðangursins er að rannsaka lofthjúp Mars.

Leiðangursstjórn er í höndun Bruce Jakosky prófessors við háloftaeðlisfræðistofu Coloradoháskóla í Boulder. Geimfarið verður smíðað af Lockheed Martin í Colorado en hönnun þess er byggð á Mars Reconnaissance Orbiter og 2001 Mars Odyssey geimförunum. Goddard geimferðamiðstöð NASA í Greenbelt í Maryland hefur yfirumsjón með verkefninu.

Maven er hluti af svokölluðu Mars Scout verkefni NASA sem gengur út á litla, ódýra og tiltölulega stutta rannsóknarleiðangra til Mars. Fyrsti Scout leiðangurinn var Phoenix geimfarið sem lenti á norðurheimskautssvæði Mars þann 25. maí árið 2008. Kostnaður við leiðangurinn nemur um 475 milljónum bandaríkjadala.

Yfirlit

Á yfirborði Mars eru mýmörg dæmi um að vatn hafi verið fljótandi í fyrndinni. Því er ljóst að lofthjúpur Mars var eitt sinn miklu þykkari en hann er í dag og hefur gengið í gegnum ofsafengnar loftslagsbreytingar þar sem stærstur hluti lofthjúpsins hefur horfið út í geiminn. Tilgangurinn með Maven er að kanna eftir hluta lofthjúpsins, jónahvolfið og venslin við sólina og sólvindinn, með því að finna út hvernig efnasambönd eins og koldíoxíð (CO2), nituroxíð (NO2) og vatn (H2O) hafa streymt úr lofthjúpnum og út í geiminn. Þannig öðlumst við innsýn í sögu lofthjúpsins, loftslagsins, fljótandi vatns á yfirborðinu og hugsanlega lífvænleika. Gögnum verður aflað með átta vísindatækjum, t.d. agna- og geislunarnemum, massagreinir og fjarkönnunarbúnaði.

Þegar Maven kemur til Mars haustið 2014 verður geimfarið á sporöskjulga braut um reikistjörnuna. Verður geimfarið þá næst Mars í um 140 km hæð yfir yfirborðinu, en mest í yfir 6000 km hæð. Áætlað er að gagnaöflun standi yfir í hálft Marsár, eða sem samsvarar einu jarðári. Að meginleiðangrinum loknum verður geimfarið sennilega nýtt sem samskiptatungl fyrir lendingarför á yfirborðinu.

Hvernig vitna skal í þessa grein

 • Sævar Helgi Bragason (2010). MAVEN (geimfar). Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/geimferdir/maven (sótt: DAGSETNING).Leita á vefnum


 

Fleygar setningar

- Stephen Hawking

„Við erum aðeins þróuð apategund, á lítilli reikistjörnu umhverfis harla venjulega sólstjörnu. En við skiljum alheiminn. Það gerir okkur sérstök.″

 

Vinir okkar

 • Hugsmiðjan
 • Sjónaukar.is
 • Portal To The Universe
 • Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
 • Vísindavefurinn
 • Hubble spacetelescope
 • European Southern Observatory - ESOPóstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica