Sólkerfið
Smástirni

Smástirni

 • smástirni, Lútesía
  Smástirnið Lútesía

Smástirni eru litlir hnettir úr bergi og málmum í sólkerfinu, innan við 1.000 km í þvermál, hafa enga halastjörnuvirkni, snúast í kringum sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til reikistjarna. Þau eru oft óreglulöguð vegna þess að þyngdarkrafturinn er ekki nægilega mikill til að mynda kúlulaga hnött.

Smástirni eru afgangsefni frá myndun sólkerfisins, um 4.600 milljón ára gömul. Þau eru aðallega að finna í svokölluðu smástirnabelti milli reikistjarnanna Mars og Júpíters, en einnig í minna magni á víð og dreif um sólkerfið. Þetta belti inniheldur milljónir smástirna af ýmsum stærðum og gerðum allt frá Seres, sem er 940 km í þvermál eða fjórðungur af stærð tunglsins, niður í hnetti sem eru innan við 1 km í þvermál. Í dag eru þekkt yfir 90.000 smástirni.

Þegar smástirni snýst umhverfis sólin á sporöskjulaga braut sinni, þyngdarkraftur Júpíters og stöku sinnum nálægð við Mars eða annars smástirnis breytir braut smástirnisins, sem kastar því út úr smástirnabeltinu og á aðra braut í geimnum. Þannig gætu fjölmörg tungl í sólkerfinu, til dæmis Fóbos og Deimos við Mars, verið smástirni sem þyngdarkraftur tiltekinnar reikistjörnu fangaði. Stundum stefna smástirni að jörðinni og hafa nokkrum sinnum rekist á jörðina og þannig leikið stórt og mikilvægt hlutverk í jarðsögunni og þróun lífs á jörðinni. Talið er að risaeðlurnar hafi dáið út eftir að smástirni eða halastjarna rakst á jörðina nærri Ycatán-skaganum í Mexíkó.

Hinn 1. janúar 1801 sást smástirni í fyrsta sinn með sjónauka, en þá fann ítalski stjörnufræðingurinn Giuseppa Piazzi það sem hann taldi í fyrstu halastjörnu, en þegar brautin var könnuð betur sást að hún líktist fremur lítilli reikistjörnu. Piazzi nefndi hnöttinn Seres eftir sikileysku korngyðjunni. Ári síðar notaði stjörnufræðingurinn William Herschel fyrstur orðið "asteroid" eða smástirni til að lýsa þessum hnöttum. Á næstu arum fundust nokkrir sambærilegir hnettir í viðbót þeir Pallas, Vesta og Júnó og undir lok 19. aldar höfðu nokkur hundruð smástirni fundist.

1. Rannsóknir á smástirnum

Nokkur geimför hafa heimsótt smástirni hingað til. Á leið sinni til Júpíters flaug Galíleó-geimfarið framhjá smástirninu 951 Gaspra árið 1991 og 1993 framhjá smástirninu 243 Ída. Stjörnufræðingum til mikillar undrunar sást agnarlítið tungl, sem nefnt var Daktýl, á braut um Ídu – fyrsti þekkti fylgihnöttur smástirnis.

Árið 2000 varð NEAR geimfarið fyrst til að komast á braut um og lenda á yfirborði smástirnis, en það var smástirnið 433 Eros. Þremur árum áður hafði það flogið framhjá smástirninu 253 Matthildur.

Deep Space 1 flaug framhjá smástirninu 9969 Braille í júlí 1999 og komst að því að margt var líkt með þessu smástirni og smástirninu Vesta. Síðar flaug þetta geimfar framhjá halastjörnunni Borrelly árið 2001. Í febrúar 2002 flaug Stardust geimfarið framhjá smástirninu Annefrank á leið sinni til halastjörnunnar Wild 2.

Á næstu árum eru að minnsta kosti tveir leiðangrar fyrirhugaðir til smástirna. Árið 2006 komst japanska Hayabusa geimfarið á braut um smástirnið Itokawa. Sama ár sendi NASA á loft Dawn-geimfarið sem á að rannsaka Ceres og Vestu, tvö af stærstu smástirnunum. Ef allt gengur að óskum verður Dawn fyrsta geimfarið sem kemst á braut um tvo hnetti í einum og sama leiðangrinum.

Árið 2010 flaug Rosetta geimfarið framhjá smástirninu Lútesíu.

2. Flokkun

Á seinustu áratugum hafa stjörnufræðingar notað litrófssjár til að greina efnasamsetningu smástirna. Þetta gera þeir með því að greina ljósið sem endurvarpast af yfirborðum þeirra. Stjörnufræðingar kanna einnig loftsteina – leifar smástirna eða halastjarna sem finnast á víð og dreif um jörðina – í leit að vísbendingum um uppruna þessara hnatta.

Um þrír fjórðuhlutar smástirna eru mjög dökkleit vegna kolefnissambanda á yfirborði þeirra. Til eru tveir aðrir smástirnahópar sem hafa ljósara yfirborð og því aðra efnasamsetningu sem vikið er að síðar. Erfitt getur reynst að mæla massa smástirna sökum þess að þau hafa yfirleitt enga fylgihnetti. Snúningstími smástirna er yfirleitt á bilinu 5 til 20 klukkustundir en umferðartími þeirra fer eftir nálægð við sól.

Sumir vísindamenn telja að smástirnin í beltinu milli Mars og Júpíters séu efni sem aldrei náði að mynda reikistjörnu vegna þyngdaráhrifa frá Júpíter. Í staðinn fyrir að mynda eina heild rákust þau á hvort annað á miklum hraða, ef til vill um 5 km/s. Þetta ferli gerist enn í dag, en miklu sjaldnar en í árdaga sólkerfisins. Aðrir vilja hins vegar halda því fram að smástirnin séu reikisteinar, leifar þess efnis sem myndaði innri reikistjörnurnar. Það yrði óneitanlega mjög spennandi að rannsaka smástirnin nánar, því þar gætu vísbendingar um efna- og eðlisfræðileg myndunarferli reikistjarnanna leynst.

Þó svo að fjöldi smástirna sé mikill er samanlagt rúmmál þeirra ekki svo mikið. Ef hnöttur væri hnoðaður saman úr öllum smástirnunum yrði hann aðeins um 1.500 km í þvermál, sem er minna en helmingur af þvermáli tunglsins. Massin væri líka einungis um 1/20 af massa tunglsins.

Smástirnunum er skipt í flokka eftir efnasamsetningu og hve miklu ljósi þau endurvarpa. Flokkarnir eru tilgreindir með stöfunum S, C, M, D, F, P, V, G, E, B og A. Stafirnir lýsa smástirninu; þannig er S "stony" eða bergkenndur, C er "carbonaceous" eða kolefniskenndur, M er "metallic" eða málmkenndur og svo framvegis. Þrír algegustu flokkarnir eru C, S og M:

 1. C (carbonaceous - kolefnissmástirni): Um 75% smástirna eru af gerð C. Slík smástirni eru að mestu úr kolefni en það er hægt að sjá með því að skoða litróf þeirra. Þau eru mjög dökk því þau endurvarpa aðeins um 3% af því sólarljósi sem á þau fellur. Litróf slíkra smástirna sýna að þau hafa nánast haldist óbreytt frá myndun þeirra fyrir 4,6 milljörðum ára. Dæmi um smástirni af þessari gerð er 253 Mathilde.

 2. S (stony - bergsmástirni): Smástirni af S-gerð eru um 17% þekktra smástirna. Þau eru úr sílíkötum og skortir dökku kolefnassamböndin. Þau virðast bjartari en C-gerðin enda endurvarpa þau um 15 til 20% af sólarljósinu sem á þau fellur. Dæmi um slík smástirni eru 951 Gaspra og 243 Ída.

 3. M (metallic - málmsmástirni): Smástirni af þessari gerð eru úr járni og nikkel. Þau eru tiltölulega sjaldgæf og eru bjartari en S og C-gerðirnar. Vísindamenn telja að þau séu leifar kjarna aðskildra fyrirbæra. Í stórum fyrirbærum sem í árdaga sólkerfisins voru nægilega heit til að vera fljótandi, sukku þétt efni eins og járn og nikkel niður í miðju hnattarins á meðan léttari efni eins og sílíköt streymdu upp á við. Minni fyrirbæri kólnuðu fyrr en stærri fyrirbæri, þannig að þau voru ekki eins lagskipt. Snemma í myndunarferli sólkerfisins voru mun fleiri fyrirbæri á ferð og árekstrar því mun algengari svo að sum smástirnin rákust hvert á annað, tvístruðust og komu þá málmkjarnarnir bersýnilega í ljós. Dæmi um smástirni af M-gerð er 16 Psyche.

3. Stærðir

Í dag þekkja menn brautir um 10.000 smástirna. Stærsta smástirnið er dvergreikistjarnan Ceres sem ítalski stjörnufræðingurinn Giuseppe Piazzi uppgötvaði hinn 1. janúar, 1801. Þvermál þess er 930 km og massi þess er um 30% af massa alls smástirnabeltisins. Það er í 2,77 stjarnfræðieininga (AU) fjarlægð frá sólu og fer einn hring um hana á 4,6 árum. Seres er mjög smár hnöttur og sést því ekki með berum augum. Það eru ekki til neinar myndir af Seresi úr mikilli nálægð en Hubblesjónaukinn tók nýlega mynd af Seresi sem sést hér. Myndin er eins og sjá má ekkert sérstaklega góð en engu að síður sú besta sem tekin hefur verið af þessu smástirni.

Aðeins tvö önnur smástirni eru meira en 300 km í þvermál, þau Pallas (522 km) og Vesta (510 km), sem jafnframt er eina smástirnið sem sést með berum augum frá jörðinni. Þrjátíu smástirni eru 200 til 300 km í þvermál og um 200 smástirni eru meira en 100 km í þvermál. Vísindamenn telja líklegt að um hundrað þúsund til milljón smástirni séu meira en 1 km í þvermál. Meðalfjarlægðin milli smástirna í smástirnabeltinu er um tvöföld fjarlægð milli tunglsins og jarðar, þannig að árekstrar eru fátíðir og það er nánast engin hætta á að geimför rekist á þau.

4. Nöfn

Í dag finna bæði stjörnufræðingar og áhugamenn mánaðarlega tugi smástirna til viðbótar við þau sem fyrir eru þekkt. Þegar smástirni uppgötvast er sérstök stofnun við Smithsonian-athugunarstöðina látin vita og þar fær smástirnið fyrst bráðabirgðaheiti, til dæmis 1980 JE. Þetta heiti þýðir að smástirnið var það fimmta, "E", sem fannst á síðari helmingi maímánaðar, "J", (tíunda hálfmánuði ársins) árið 1980. Ef smástirnið sést að minnsta kosti fjórum sinnum aftur við gagnstöðu (e. opposition), fær það opinbert raðbundið heiti (Ceres er þannig nr. 1, Pallas nr. 2, og svo framvegis) og sá sem uppgötvaði það fær að stinga upp á nafni. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að Alþjóðasamband stjarnfræðinga (IAU) þarf að samþykkja nafnið, svo teljast verður hæpið að maður fái að nefna það eftir sér. Smástirnið hér að ofan, 1980 JE, hlaut síðar opinbera heitið 3834 Zappafrank eftir bandaríska tónlistamanninum Frank Zappa.

5. Jarðnándarsmástirni

Sum smástirni eru á mjög ílöngum brautum og koma því stundum inn í innra sólkerfið. Smástirni sem skera braut Mars, eða sem liggja algjörlega innan við Mars, eru nefnd sögð vera nálægt jörðu og nefnast á ensku near-Earth objects (NEOs). Stundum gerist það að slík fyrirbæri fara mjög nálægt jörðu. Oft hefur munað mjóu, til dæmis árið 1931 þegar smástirnið 433 Eros smaug framhjá jörðinni í aðeins 23 milljón km fjarlægð. Hinn 30. október, 1937, fór smástirnið Hermes framhjá jörðinni í einungis 900.000 km fjarlægð og árið 1994 fór smástirnið 1994 XM1 hársbreidd framhjá jörðinni eða í 105.000 km fjarlægð. Sem betur fer er það smástirni aðeins 10 metrar í þvermál og hefði sennilega brunnið upp í lofthjúpnum ef það hefði stefnt beint á jörðina.

Við vitum að smástirni hafa rekist á jörðina í fortíðinni. Það er því einungis spurning hvenær en ekki hvort gerist aftur. Í dag telja menn að til séu allt að 2.000 smástirni sem hæglega gætu valdið miklum usla, stefni þau á jörðina.

Tengt efni

 • Loftsteinar
 • Loftsteinagígar
 • Hverjar eru líkurnar á árekstrum?

Heimildir


Hvernig vitna skal í þessa grein

 • Sævar Helgi Bragason (2010). Smástirni. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/smastirni (sótt: DAGSETNING).Leita á vefnum


 

Sólkerfið

sólkerfið okkar

Sólkerfið okkar

Sólkerfið okkar inniheldur sól, átta reikistjörnur, á annað hundrað fylgitungla þeirra, fimm dvergreikistjörnur og milljarða smærri hnatta eins og smástirni, halastjörnur, útstirni, loftsteina og rykagnir. Allir hnettir, stórir sem smáir, á sporbaug umhverfis sólina eru hluti af sólkerfinu okkar.

Lesa meira
 
sólin, sólstjarna, stjarna, sólin okkar

Sólin

Sólin er stjarna í miðju sólkerfisins, ein af yfir 200 milljörðum sólstjarna í Vetrarbrautinni okkar. Sólin er í um 26 þúsund ljósára fjarlægð frá miðju Vetrarbrautarinnar en aðeins 150 milljón km frá jörðinni. Sólin er meðalstór stjarna, en þó svo stór að um 109 jarðir kæmust fyrir í röð þvert í gegnum hana. Þessi glóandi gashnöttur er langstærsti hnöttur sólkerfisins og inniheldur um 99,9% af massa þess. Stærsti gasrisinn, Júpíter, inniheldur mest af því efni sem eftir er. Jörðin og allar hinar reikistjörnur sólkerfisins auk halastjarna, smástirna, loftsteina og geimryks snúast umhverfis sólina á sporöskjulaga brautum samkvæmt lögmálum Keplers.

Lesa meira
 
Merkúríus

Merkúríus

Merkúríus er innsta og minnsta reikistjarna sólkerfisins, minni en tunglin Ganýmedes og Títan. Merkúríus er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur þar af leiðandi fast yfirborð. Yfirborðið er mjög gígótt og gamalt og líkist þannig mest yfirborði tunglsins. Merkúríus gengur einnig undir stuttnefninu Merkúr.

Lesa meira
 
Venus

Venus

Venus er önnur reikistjarnan frá sólinni og sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins, örlítið minni en jörðin. Við fyrstu sýn virðist sem Venus sé tvíburasystir jarðar. Þær hafa næstum sama massa, þvermál, eðlismassa og þyngdarhröðun. Á báðum reikistjörnum eru fáir gígar sem bendir til þess að jarðfræðileg virkni eigi sér stað. Þó er eitt veigamikið atriði sem skilur á milli: Venus er eyðileg en jörðin er eini staðurinn þar sem vitað er um líf með vissu.

Lesa meira
 
jörðin

Jörðin

Jörðin er þriðja reikistjarnan frá sólu. Hún er fimmta stærsta reikistjarna sólkerfisins en stærsta bergreikistjarnan. Jörðin er 330.000 sinnum massaminni en sólin og 109 sinnum minni að þvermáli. Væri sólin hol að innan kæmust meira en milljón jarðir fyrir innan í henni. Jörðin er jafn gömul sólkerfinu, um 4,6 milljarða ára.

Lesa meira
 
Tunglið, máninn

Tunglið

Tunglið eða máninn er eina náttúrulega tungl jarðarinnar og er nálægasta fyrirbæri himinsins ef frá eru talin geimför og gervitungl. Tunglið er bjartasti hnötturinn á næturhimninum og sá eini þar sem við getum skoðað landslagið með berum augum. Saga tunglsins er nátengd sögu jarðarinnar enda er talið að það hafi myndast þegar hnöttur á stærð við Mars rakst á jörðina skömmu eftir myndun sólkerfisins. Tunglið hefur líka sögulega þýðingu fyrir okkur mannfólkið því það er eini hnötturinn þar sem menn hafa stigið niður fæti utan jarðarinnar. Tunglið okkar er fimmta stærsta tungl sólkerfisins á eftir Ganýmedesi, Títan, Kallistó og Íó. Það er hlutfallslega stærsti fylgihnöttur sólkerfisins sé miðað við stærð móðurreikistjörnunnar, að Plútó og Karoni undanskildum.

Lesa meira
 
Mars

Mars

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næst minnsta. Mars er einnig oft nefndur rauða reikistjarnan (rauða plánetan Mars) enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í sólkerfinu enda mjög áhugaverður. Mars hefur alla tíð verið kunnugur mönnum enda er hann oft meðal björtustu fyrirbæra næturhiminsins. Aðeins sólin, tunglið, Venus og Júpíter geta verið bjartari.

Lesa meira
 
Júpíter

Júpíter

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta í sólkerfinu. Júpíter er gasrisi líkt og Satúrnus, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð

Lesa meira
 
Satúrnus

Satúrnus

Satúrnus er næst stærsta reikistjarna sólkerfisins á eftir Júpíter og sú sjötta í röðinni frá sólu. Satúrnus er gasrisi líkt og Júpíter, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð.

Lesa meira
 
Úranus

Úranus

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og sú þriðja stærsta. Úranus er örlítið stærri að þvermáli en Neptúnus en massinn er ögn minni. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fimbulkuldinn yst í sólkerfinu en sökum hans eru ýmsar gastegundir í föstu eða á fljótandi formi.

Lesa meira
 
Neptúnus

Neptúnus

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sólu og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fimbulkuldi yst í sólkerfinu en sökum hans eru ýmsar gastegundir í föstu eða á fljótandi formi.

Lesa meira
 
dvergreikistjarna, Plútó

Plútó

Plútó er næst stærsta þekkta dvergreikistjarnan í sólkerfinu, miklu minni en reikistjörnurnar átta. Sjö fylgitungl í sólkerfinu eru stærri en Plútó, þ.e. tunglið okkar, Íó, Evrópa, Ganýmedes, Kallistó, Títan og Tríton. Plútó líkist á margan hátt síðastnefnda tunglinu að stærð, efnasamsetningu og má vera að uppruni þeirra sé af sama toga.

Lesa meira
 
dvergreikistjarna, útstirni, Eris, Dysnómía

Útstirni

Handan Neptúnusar, ystu reikistjörnu sólkerfisins, leynast milljónir smárra íshnatta sem nefnd eru útstirni á íslensku (Trans-Neptunian object). Útstirnin eru hluti af sólkerfinu okkar líkt og reikistjörnurnar og smástirnin en eiga það sammerkt að vera svo agnarsmá og fjarlæg að aðeins á síðustu árum hefur tæknin til að greina þau verið til staðar.

Lesa meira
 
smástirni, Lútesía

Smástirni

Smástirni eru litlir hnettir úr bergi og málmum í sólkerfinu, innan við 1.000 km í þvermál, hafa enga halastjörnuvirkni, snúast í kringum sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til reikistjarna. Þau eru oft óreglulöguð vegna þess að þyngdarkrafturinn er ekki nægilega mikill til að mynda kúlulaga hnött.

Lesa meira
 
halastjarna, Hale-Bobb

Halastjörnur

Halastjörnur eru litlir hnettir úr ís og ryki sem sveima um sólina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og reikistjörnurnar fyrir um 4,6 milljörðum ára. Ólíkt reikistjörnunum hafa þær ekki hitnað í gegn og teljast því meðal frumstæðustu hnatta sólkerfisins. Innviðir þeirra geyma því trúlega mikilvægar upplýsingar um myndun þess.

Lesa meira
 
loftsteinar

Loftsteinar

Loftsteinar birtast sem hraðskreiðar ljósrákir á næturhimninum og eru því oft kallaðir stjörnuhröp. Flestir virðast hvítir eða blá-hvítir að lit þegar þeir falla í gegnum lofthjúpinn þótt aðrir litir sjáist stundum, t.d. gulur eða appelsínugulur. Litirnir eru frekar háðir hraða loftsteinsins en samsetningunni. Rauðir loftsteinar birtast stöku sinnum sem mjög langar rákir og eru venjulega hátt yfir jörðu. Stöku sinnum sjást líka grænir loftsteinar sem eru venjulega mjög bjartir. Græni liturinn gæti verið af völdum jónaðs súrefnis.

Lesa meira
 
Marsjeppi, Spirit, Opportunity

Geimferðir

Í gegnum tíðina hefur mestum hluta þekkingar okkar á sólkerfinu verið aflað með stjörnusjónaukum á jörðu niðri. Bylting varð þegar mannkynið hafði þróað tækni til að senda geimför út í geiminn og upp frá því hafa geimför heimsótt allar reikistjörnur sólkerfisins, nokkur tungl, smástirni og halastjörnur. Geimför hafa hjálpað okkur að öðlast ómetanlega þekkingu á þessum forvitnilegu hnöttum sólkerfisins.

Lesa meira
 

Fleygar setningar

- Höfundur ókunnur

„Upphaf þekkingar er að uppgötva eitthvað sem við skiljum ekki."

 

Vinir okkar

 • Hugsmiðjan
 • Sjónaukar.is
 • Portal To The Universe
 • Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
 • Vísindavefurinn
 • Hubble spacetelescope
 • European Southern Observatory - ESOPóstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica