Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Facebook

Könnunarferð um sólkerfið

„Yfirborð jarðar er strönd alheimshafsins. Frá henni höfum við lært mest af því sem við vitum. Nýlega, höfum við vaðið lítillega út í hafið, nægilega mikið til að bleyta tærnar okkar eða, í það mesta, vætt ökkla okkar. Vatnið virðist freistandi. Hafið kallar.“
-
Carl Sagan

Á þessari síðu er að finna yfirlit yfir þekkingu okkar á reikistjörnunum og hinum fyrirbærunum sem saman mynda sólkerfið okkar. Hér er að finna upplýsingar sólina, reikistjörnurnar og tungl þeirra, halastjörnur, smástirni og fleira. Við tvinnum saman goðsögunum sem tengjast nöfnum hnattanna og sögu könnunar á hnöttunum. Hver síða inniheldur fróðleik og myndir.

Sólkerfið okkar Myndun sólkerfisins Könnun sólkerfisins Brautir reikistjarnanna Sólin
         
Merkúríus Venus Jörðin Tunglið Mars
         
Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Plútó
         
Útstirni Smástirni Halastjörnur Loftsteinar Árekstragígar
         
 
Íslensk örnefni
Að skoða sólkerfið Önnur sólkerfi Vetrarbrautin okkar  

Þekking okkar á sólkerfinu er yfirgripsmikil, en um leið fjarri því að vera fullkomin. Þótt við höfum öðlast gríðarlega þekkingu á sólkerfinu hafa sum fyrirbæri enn aldrei verið ljósmynduð í nálægð, og enn finnast ný fyrirbæri á sveimi um pláneturnar. Enn hefur ekkert geimfar heimsótt Plútó. Þótt gríðarleg þekking hafi orðið til á síðustu áratugum eigum við margt eftir ólært. Við höldum áfram að kanna geiminn og mun fleira áhugavert á eftir að koma í ljós.

Facebook