Stjarnfræðieining (AU)

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Stjarnfræðieining (oft skammstöfuð SE eða AU (enska: Astronomical Unit)) svarar til meðalvegalengdarinnar á milli jarðar og sólar. Hún er um það bil 149.597.871 kílómetrar. Hér að neðan eru nokkur dæmi um vegalengdir í sólkerfinu í stjarnfræðieiningum (AU).

Fyrirbæri Meðalfjarlægð frá sólu
í stjarnfræðieiningum (AU)
Jörðin 1 AU
Júpíter 5,2 AU
Satúrnus 9,5 AU
Úranus 19,2 AU
Neptúnus 30,1 AU
Plútó 39,5 AU
Kuiperbeltið 35-55 AU
Voyager 1 geimfarið 110 AU (júní 2009)
Alfa Kentár um 268.000 AU (4,4 ljósár)

Þess má geta að leiðangrarnir sem voru farnir voru til þess að skoða þvergöngur Venusar á 18. og 19. öld voru einkum í þeim tilgangi að nota mismunandi staðsetningu Venusar á sólskífunni til þess að áætla vegalengd jarðar frá sólu.

Sjá nánar: Þvergöngur Venusar 1761 og 1769
Sjá nánar: Þvergöngur Venusar 1874 og 1882

Heimild:

  1. Vefsíða um stjarnfræðieininguna á Wikipediu (skoðuð 31. janúar 2010).

-Sverrir Guðmundsson

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook