Stjörnukort fyrir Ísland í september

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Við höfum útbúið stjörnukort fyrir Ísland í september. Halastjarnan Hartley 2 gerir sig heimakomna á himninum í september en sést enn sem komið er aðeins í sjónauka (ætti að sjást með berum augum í október). Við höfum því útbúið tvær útgáfur af stjörnukortinu, með og án halastjörnunnar.

Stjörnukort fyrir september 2010

Stjörnukort fyrir september 2010 með braut Hartley halastjörnunnar sem sést í stjörnusjónauka

Hægt er að ná í stjörnufræðiforrit á íslensku sem nefnist Stellarium á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness: stellarium.astro.is

Hér fyrir neðan er kort af himninum yfir Reykjavík sem uppfærist sjálfkrafa (af vefsíðunni AstroViewer.com). Á vefsíðunni er einnig hægt að fá upp stærra kort þar sem stilla má dagsetningu og tíma að vild.

Gagnvirkt stjörnukort fyrir himininn yfir Íslandi

Einnig viljum við minnast á vefsíðurnar okkar um sólkerfið og stjörnumerkin.

Sjást norðurljós í kvöld?

Ef rauðleitur norðurljósakragi er yfir Íslandi á þessari mynd ættu norðurljós að sjást í kvöld. Kortið sýnir núverandi útbreiðslu og staðsetningu norðurljósakragans og er byggt á nýjustu mælingum bandaríska POES-gervitunglsins. Eftir því sem kraginn er rauðleitari og breiðari, þeim mun öflugari norðurljóst ættu að sjást. Það eru rafhlaðnar agnir frá sólinni sem valda norðurljósum og er helst að sjá kraftmikil norðurljós þegar mikil virkni er á yfirborði sólar og margir sólblettir sýnilegir (sjá nánar um myndun norðurljósa í svari á Vísindavef Háskóla Íslands).

Sjá nánar: Fréttir af sólinni og geimveðrinu

Annað markvert sem tengist stjörnufræði

Við minnum loks á Vísindaþáttinn, sem er á dagskrá alla þriðjudaga milli klukkan 17:00 og 18:00 á Útvarpi Sögu 99,4. Í hverjum þætti er farið yfir hvað sjá má himninum. Hér eru upptökur af þáttunum í vetur.

Eldri greinar um stjörnuskoðun mánaðarins

Hér er safn greina sem hafa birst undir heitinu „Stjörnuskoðun mánaðarins“.

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook