Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook
Það var stjörnubjarta vornótt þann 3. apríl 1867 að Ernst Wilhelm Tempel (1821-1889) uppgötvaði halastjörnuna sem síðar var við hann kennd. Ernst Tempel var þýskur stjörnufræðingur sem uppgötvaði fjölda halastjarna og annarra fyrirbæra á himninum. Hann starfaði í stjörnustöðinni í Marseilles í Frakklandi þegar hann fann halastjörnuna 9P/Tempel 1. Þekktustu halastjörnurnar sem Tempel fann eru 10P/Tempel 2, 11D/Tempel-Swift og 55P/Tempel-Tuttle. Sú síðastnefnda er þekktust fyrir að valda Leoníta lofsteinadrífunni.

9P/Tempel 1 er svokölluð umferðarhalastjarna, sem þýðir að hún er oft sýnileg og hefur skemmri brautartíma en 200 ár. Önnur slík er Halley-halastjarnan en dæmi um halastjörnu með miklu lengri umferðartíma en 200 ár er Hale-Bopp sem prýddi næturhimininn árið 1996.

Halastjarnan 9P/Tempel 1 var í aðalhlutverki í júlí 2005 þegar hluti af Deep Impact geimfarinu rakst á hana.

Halastjarnan sem týndist

Þegar Tempel fann halastjörnuna var hún af 9. birtustigi og var vel fylgst með henni næstu mánuði og ár. Síðar sýndu útreikningar að hún var í aðeins 0,71 stjarnfræðieininga fjarlægð frá jörðu og 1,64 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólu þegar hún fannst (ein stjarnfræðieining er meðalfjarlægðin milli jarðar og sólar). Árið 1881 fór hún nálægt Júpíter (í aðeins 0,55 SE fjarlægð) og ollu þyngdaráhrif hans því að brautartíminn lengdist í sex og hálft ár og fjarlægðin jókst sömuleiðis úr 1,8 SE í 2,1 SE. Hún sást ekki í langan tíma eftir það.

Halastjarnan týndist aftur skömmu eftir 1941 og vissu menn ekkert um hana fyrr en árið 1963 þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Brian Marsden áttaði sig á orsökinni. Í ljós kom að þegar hún fór nálægt Júpíter árið 1941 (0,41 SE) og 1953 (0,77 SE) hafði fjarlægð hennar frá sólu og brautartíminn minnkað örlítið frá því sem áður var. Hún hafði m.ö.o. komist nær sólu vegna þyngdaráhrifa frá Júpíter. Árið 1972 fannst halastjarnan aftur og var þá vandlega rannsökuð.

Í dag er Tempel 1 fimm og hálft ár að snúast í kringum sólina og er í 1,5 SE fjarlægð frá sólu þegar minnst er. Útreikningar á braut hennar benda til að fjarlægð hennar við sólnánd hafi verið innan við 10 SE í a.m.k. 300.000 ár. Fjarlægð hennar við sólfirrð er verr þekkt. Brautin hefur breyst í gegnum tíðina og mun breytast í framtíðinni vegna þyngdaráhrifa Júpíters.

Milli áranna 2000 og 3000 kemst halastjarnan næst sólu árið 2161 og verður þá í 1,48 SE fjarlægð frá sólu. Mesta fjarlægð hennar við sólnánd verður árið 2833. Brautartími halastjörnunnar er næstum helmingur af brautartíma Júpíters og þar af leiðandi er hreyfingin tiltölulega stöðug.

Stærð og snúningstími

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook