Títan (fylgitungl Satúrnusar)

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Títan, fylgitungl Satúrnusar
Títan, fylgitungl Satúrnusar
Títan séð með Cassini geimfarinu
Helstu upplýsingar
Uppgötvað af
Christiaan Huygens
Dagsetning uppgötvunar 25. mars 1655
Fylgitungl Satúrnusar
Radíus
2576 km
Rúmmál
7,6 x 1010 km3
Massi
1,3452 x 1023 kg
Meðaleðlismassi 1880 kg/m3
Þyngdarhröðun
1,352 m/s2 (0,14 g)
Endurvarpsstuðull
0,22
Meðalhiti á yfirborði
-180°C
Loftþrýstingur við yfirborð 146,7 kPa
Efnasamsetning lofthjúps
98,4% nitur (N2)
1,6% metan (CH4)
Sýndarbirtustig
+7,9 (við gagnstöðu)
Brautareiginleikar
Meðalfjarlægð frá Satúrnusi
1.221.870 km
Miðskekkja
0,0288
Umferðartími
15,945 dagar

Títan er stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins. Á margan hátt er Títan sá hnöttur í sólkerfinu sem líkist hvað mest  jörðinni. Tunglið er hið eina í sólkerfinu sem hefur þykkan lofthjúp með lífrænum efnasamböndum. Segja má að Títan líkist frosinni útgáfu af jörðinni eins og hún leit út fyrir nokkrum milljörðum ára, áður en lífið hóf að umbreyta lofthjúpnum.

Lofthjúpurinn leikur lykilhlutverk í mótun yfirborðs Títans. Tunglið er hulið þykkri appelsínugulri þoku sem birgir okkur sýn niður á yfirborðið. Frá árinu 2004 hefur Cassini geimfarið rannsakað tunglið ítarlega. Með ratsjármælum sínum hefur geimfarinu tekist að svipta hulunni af þessu dularfulla tungli.

Ratsjármyndir Cassinis sýna að yfirborðið hefur mótast af lækjum, ám og vötnum. Vökvinn sem þar kemur við sögu er fljótandi etan og metan en þessi sömu efni mynda ský í lofthjúpnum sem stundum falla niður á yfirborðið sem regn, rétt eins og vatn gerir hér á jörðinni. Vindur mótar stór dökkleit kolvetnisrík svæði víða á yfirborðinu með gárumyndunum. Á tunglinu er líklega eldvirkni þar sem seigfljótandi vatnsís gegnir sama hlutverki og bráðin hraunkvika á jörðinni.

Með Cassini geimfarinu í för var evrópska könnunarfarið Huygens. Hinn 14. janúar 2005 lenti Huygens kanninn, fyrst geimfara, á yfirborði hnattar í ytra sólkerfinu. Kanninn sveif hægt og rólega í gegnum þykkan og dimman lofthjúp Títans og gerði á sama tíma mikilvægar mælingar á efnasamsetningu lofthjúpsins, mældi vindhraða og tók fjölda ljósmynda sem sýndu glögglega veðrunarummerki vökva. Huygens lenti síðar innan um rúnaða íshnullunga á flóðasléttu.

 

 

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook