Myrkvar sem tengjast sögulegum atburðum

Hér að neðan er tafla sem byggir á samantekt (1, 2) Fred Espenak hjá NASA/GSFC, sem er meðal mestu sérfræðinga heims í myrkvum og gangi himintunglanna. Við hvern myrkva fyrir sig er vísun í kort sem sýnir hvaðan viðkomandi myrkvi sást og hvar myrkvinn gekk yfir. „Hlutfall“ vísar til þess hve stór hluti sólskífunnar/tunglskífunnar er myrkvaður. Þetta hlutfall er alltaf minna en einn fyrir hringmyrkva/deildarmyrkva. „Slóði“ vísar til töflu sem sýnir yfir hvaða staði miðja skuggakeilunnar fór yfir. „Blandaður“ vísar til þess að myrkvinn er á mörkum þess að vera almyrkvi og hringmyrkvi.

Sagnamenn og skrásetjarar fyrri tíðar gátu oft um teikn á himni eins og sól- og tunglmyrkva. Myrkvarnir hafa því oft reynst sagnfræðingum vel við tímasetningu liðinna atburða. Þekktasta dæmið er vafalítið sólmyrkvinn sem á að hafa átt sér stað við krossfestingu Krists og getið er í Biblíunni. Á þessari síðu er umfjöllun um nokkur atvikanna sem getið er í töflunni hér að neðan, en síðan byggir á bókinni Eclipse eftir Bryan Brewer. Hér er síðan umfjöllun um myrkva sem getið er í gömlum evrópskum heimildum ásamt nokkrum sýnishornum af textunum þar sem þeirra er getið.

Athugið að einungis örlítið brot allra sól- og tunglmyrkva er að finna á þessu yfirliti. Einnig hefðu eflaust fleiri myrkvar átt heima í töflunni.

Sólmyrkvar sem tengjast sögulegum atburðum

Dags. Tegund Hlutfall Lengd Kort Slóði Atburður
22. okt.
2134 f. Kr.
almyrkvi Fyrsti skrásetti myrkvi sögunnar í Kína (tímasetning óviss)
3. maí
1375 f. Kr.
almyrkvi 1,029 2 mín.
5 sek.
kort slóði Ugarit-myrkvinn
5. júní
1302 f. Kr.
almyrkvi 1,080 6 mín.
24 sek.
kort slóði Sólmyrkvi í Kína
16. apríl
1178 f. Kr.
almyrkvi 1,060 4 mín.
34 sek.
kort slóði Möguleg spá um myrka í Ódysseifskviðu Hómers
20. apríl
899 f. Kr.
hringmyrkvi 0,959 3 mín.
5 sek.
kort slóði „Tvöföld dögun“-myrkvinn í Kína
15. júní
763 f. Kr.
almyrkvi 1,060 4 mín.
59 sek.
kort slóði Þessa myrkva er getið í Biblíunni (Amos 8:9): „Á þeim degi, segir Drottinn Guð vil ég láta sólina ganga til viðar um miðjan dag og senda myrkur yfir landið á ljósum degi.“ (Heimild: Vefsíða Hins íslenska Biblíufélags.) Þessi sólmyrkvi hefur verið mikið notaður við tímaákvarðanir á atburðum Biblíunnar. Assýringar skrásettu einnig atburðinn.
6. apríl
648 f. Kr.
almyrkvi 1,069 5 mín.
2 sek.
kort slóði Myrkvans er getið í broti úr ljóði eftir gríska ljóðskáldið Arkílókus.
28. maí
585f. Kr.
almyrkvi 1,080 6 mín.
5 sek.
kort slóði Myrkvinn varð í harðri orrystu Medeumanna og Lýdíumanna. Stríðandi aðilar gengu til samninga. Náttúruspekingurinn Þales spáði fyrir um myrkvann en ekki er vitað til þess að herforingjunum hafi verið kunnugt um þá spá.
19. maí
557 f. Kr.
almyrkvi 1,026 2 mín.
22 sek.
kort slóði Umsátur um borgina Larisa
2. okt.
480 f. Kr.
hringmyrkvi 0,932 7 mín.
58 sek.
kort slóði Xerxes Persakonungur lætur 774 báta mynda brú yfir Hellusund
3. ágúst
430 f. Kr.
hringmyrkvi 0,984 1 mín.
4 sek.
kort slóði Sólmyrkvi í Pelópsskagastríðinu
21. mars
424 f. Kr.
hringmyrkvi 0,943 4 mín.
38 sek.
kort slóði Upphaf 8. árs Pelópsskagastríðsins
24. nóv.
29 e. Kr.
almyrkvi 1,022 1 mín.
59 sek.
kort1
kort2
slóði Krossfesting Krists?
19. mars
33 e. Kr.
almyrkvi 1,058 4 mín.
6 sek.
kort slóði Krossfesting Krists?
30. apríl
59 e. Kr.
almyrkvi 1,019 1 mín.
50 sek.
kort slóði Agrippína deyr. Plíníus getur myrkvans í riti sínu um náttúruna.
20. mars
71 e. Kr.
blandaður 1,007 0 mín.
35 sek.
kort slóði Plútarkos skrásetur myrkvann.
6. júní
346 e. Kr.
almyrkvi 1,059 3 mín.
58 sek.
kort slóði Myrkva getið í ýmsum fornum heimildum.
19. júlí
418 e. Kr.
almyrkvi 1,046 3 mín.
52 sek.
kort slóði Myrkva getið í ýmsum fornum heimildum.
24. nóv.
569 e. Kr.
almyrkvi 1,036 3 mín.
17 sek.
kort slóði Myrkvi talinn spá fyrir um fæðingu Múhameðs spámanns.
27. jan.
632e. Kr.
hringmyrkvi 0,984 1 mín.
40 sek.
kort slóði Ibrahim, sonur Múhameðs spámanns deyr.
7. des.
671 e. Kr.
hringmyrkvi 0,924 10 mín.
18 sek.
kort slóði Myrkva getið í fornum heimildum.
5. maí
840 e. Kr.
almyrkvi 1,076 5 mín.
46 sek.
kort slóði Sáttmálinn í Verdun þar sem ríki Karls mikla er skipt upp á milli þriggja sona Lúðvíks fróma.
14. maí
1230
almyrkvi 1,060 3 mín.
17 sek.
kort slóði Heimildir um sólmyrkva í Evrópu.
3. maí
1715
almyrkvi 1,063 4 mín.
14 sek.
kort slóði Breski stjörnufræðingurinn Edmund Halley reiknar út hvar myrkvaslóði sólmyrkvans muni lenda.
5. ágúst
1766
hringmyrkvi 0,943 5 mín.
15 sek.
kort slóði Cook skipstjóri verður vitni að sólmyrkvanum og reynir að nota upplýsingarnar til að ákvarða hvaða lengdarbaugur liggur um Nýfundnaland.
16. júní
1806
almyrkvi 1,060 4 mín.
55 sek.
kort slóði Indíánahöfðinginn Tecumseh og bróðir hans Tenskwatawa spá fyrir um þennan myrkva.
18. ágúst
1868
almyrkvi 1,076 6 mín.
47 sek.
kort slóði Mongkut, Konungur Síams (þar sem nú er Tæland), fylgist með þessum sólmyrkva. Hann heldur að myrkvinn boði að einhver undur eigi sér stað. Það sem gerist hins vegar er að konungur og sumir í fylgdarliðinu eru bitnir af moskítóflugum og næla sér í malaríu. Mongkut konungur lést af þessum sjúkdómi skömmu síðar.
29. júlí
1878
almyrkvi 1,045 3 mín.
11 sek.
kort slóði Edison fylgist með sólmyrkva ásamt bandarískum vísindamönnum á tindi Pike-fjalls í Klettafjöllunum.
22. jan.
1879
hringmyrkvi 0,970 3mín.
3 sek.
kort slóði Sólmyrkvi á sér stað á meðan Súlúmenn vinna dýrkeyptan sigur á Bretum við borgina Isandlwana.
17. apríl
1912
blandaður 1,000 0 mín.
2 sek.
kort slóði Sólmyrkvinn sást víða um Kanada daginn eftir að Titanic sökk undan ströndum Nýfundnalands.
29. maí
1919
almyrkvi 1,072 6 mín.
51 sek.
kort slóði Afstæðiskenning Einsteins stenst próf sem felst í því að hliðrun stjarna í grennd við sólina er athuguð við sólmyrkva.

 

Tunglmyrkvar sem tengjast sögulegum atburðum

Dags. [kort] Tegund Hlutfall Lengd* Atburður
9. okt.
425 f. Kr.
almyrkvi 1,404 3 klst.
40 mín.
[1 klst.
28 mín.]
Gríski herforinginn Kleon vinnur sigur á Spartverjum
28. ágúst
413 f. Kr.
almyrkvi 1,092 3 klst.
23 mín.
[0 klst.
46 mín.]
Aþeningar hraktir frá borginni Sýrakúsu á Sikiley
15. apríl
406 f. Kr.
almyrkvi 1,279 3 klst.
25 mín.
[1 klst.
14 mín.]
Hof gyðjunnar Aþenu brennur á Akrópólishæð
20. sept.
330 f. Kr.
almyrkvi 1,211 3 klst.
18 mín.
[1 klst.
4 mín.]
Tunglmyrkvi verður áður en Alexander mikli berst í orrystunni við Arbela
21. júní
168 f. Kr.
almyrkvi 1,251 3 klst.
42 mín.
[1 klst.
16 mín.]
Rómverski hershöfðinginn Gallus útskýrir tunglmyrkva áður en hann heldur til orrystu
5. nóv.
129 f. Kr.
deildarmyrkvi 0,620 2 klst.
51 mín.
Dauði gríska heimspekingsins Karneadesar
23. mars
5 f. Kr.
almyrkvi 1,818 3 klst.
43 mín.
[1 klst.
43 mín.]
Dauði Heródusar
27. sept.
14 e. Kr.
almyrkvi 1,666 3 klst.
36 mín.
[1 klst.
38 mín.]
Dauði Ágústusar
3. apríl
33 e. Kr.
deildarmyrkvi 0,586 2 klst.
52 mín.
Krossfesting Krists?
4. mars
71 e. Kr.
deildarmyrkvi 0,408 2 klst.
19 mín.
Plíníus getur tveggja myrkva með 15 daga millibili
2. júlí
1433
deildarmyrkvi 0,517 2 klst.
43 mín.
Tveggja myrkva getið í heimildum með 15 daga millibili
22. maí
1453
deildarmyrkvi 0,749 2 klst.
59 mín.
Fall Konstantínópel
1. mars
1504
almyrkvi 1,100 3 klst.
26 mín.
[0 klst.
49 mín.]
Kólumbus færir sér í nyt þekkingu á gangi himintunglanna til að sannfæra eyjarskeggja í Vestur-Indíum um að færa sér og mönnum sínum vistir.
31. júlí
1776
almyrkvi 1,597 3 klst.
33 mín.
[1 klst.
36 mín.]
1. tunglmyrkvinn sem James Cook verður vitni að á ferðum sínum.
23. jan.
1777
deildarmyrkvi 0,600 2 klst.
48 mín.
2. tunglmyrkvinn sem James Cook verður vitni að á ferðum sínum.
20. júlí
1777
deildarmyrkvi 0,115 1 klst.
18 mín.
3. tunglmyrkvinn sem James Cook verður vitni að á ferðum sínum.
4. des.
1778
deildarmyrkvi 0,510 2 klst.
25 mín.
4. tunglmyrkvinn sem James Cook verður vitni að á ferðum sínum.
15. jan.
1805
almyrkvi 1,747 3 klst.
34 mín.
[1 klst.
39 mín.]
Lewis og Clark verða vitni að tunglmyrkva á leiðangri sínum til vesturstrandarinnar.
25. nóv.
1863
deildarmyrkvi 0,957 3 klst.
21 mín.
Tunglmyrkvi í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum
4. júlí
1917
almyrkvi 1,624 3 klst.
33 mín.
[1 klst.
37 mín.]
Arabíu-Lawrence notar tunglmyrkva til þess að ráðast á virki Tyrkjaveldis í Aqaba.

Skýringar:

*Gefin er bæði upp lengd hálfmyrkvans og almyrkvans [innan hornklofa].Til baka á forsiðu

Opna Stjörnufræðivefinn í nýjum glugga
Til baka á forsiðu

Meira um myrkva

Sólmyrkvar

Tunglmyrkvar

Jörðin