Deimos

Deimos hið ytra af tveimur tunglum Mars, í um 23.400 km fjarlægð og mun minna en Fóbos. Deimos er með smæstu þekktu tunglum í sólkerfinu.

í grískri goðafræði er Deimos sonur Aresar (Mars) og Afródítu (Venusar). Orðið deimos er gríska og merkir „skelfing“.

Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall uppgötvaði Deimos 10. Ágúst 1877. Hundrað árum síðar tók Viking 1 fyrstu nærmyndirnar af Deimos.

Uppruni Deimosar og Fóbosar

Fóbos og Deimos eru líklega úr kolefnisríku bergi sem endurvarpar aðeins um 10% sólarljóssins, eins og smástirnagerð C. Bæði tunglin eru mjög gígótt og líklega er uppruna þeirra að finna í smástirnabeltinu. Vegna þyngdarkrafta Júpíters stefndu þau út úr beltinu og aðdráttarkraftur Mars fangaði þau. Tunglin tvö gætu þó hafa myndast umhverfis Mars úr leifum sem urður eftir, skömmu eftir myndun plánetunnar.

Deimos er mjög gígótt tungl en gígarnir eru venjulega innan við 2,5 km í þvermál. Þar eru einnig rásir og hryggir eins og sjást á Fóbosi. Þegar loftsteinn rekst á yfirborðið fellur rykið og bergið ekki niður aftur heldur kastast út í geiminn vegna lágs þyngdartogs.

Frá Mars séð er Deimos álíka bjartur og Venus frá jörðu. Á Marshimninum rís Deimos í austri og er um þrjá sólarhringa að svífa þvert yfir himininn.

Deimos í tölum

Uppgötvað af: Asaph Hall (árið 1877)
Massi: XXX kg
Massi (jörðin = 1): 3,012x10-10
Geisli: 7,5 x 6,1 x 5,5 km
Eðlismassi: 1,7 g/cm3
Meðalfjarlægð frá Mars: 32.460 km
Snúningstími: 1,262 dagar
Umferðartími: 1,262 dagar
Brautarhraði: 1,36 km/s
Brautarhalli: 0,9-2,7°
Lausnarhraði: 0,0057 km/s
Endurskinshlutfall: 7%
Birtustig: +12,4

Myndir

Deimos

Deimos er afar lítið tungl og minnir kannski helst á gráa kartöflu. Lítil stærð og þar af leiðandi lítið þyngdarafl eru helstu ástæður þess að tunglið er óreglulegt í laginu. Yfirborðið er þakið gígum en virðist samt sléttara en yfirborð Fóbosar. (NASA)

Deimos

Þessa mynd tók Viking sporbaugsfar árið 1977. Á henni sést glöggt hve tunglið er gígótt og óreglulegt. (NASA)

Hæðarkort af Deimosi

Þetta hæðarkort gerði A. Tayfun Oner af Deimosi. Fjólublár litur táknar lægstu hluta yfirborðsins en rauður litur þá hæstu. (A. Tayfun Oner)Til baka á forsiðu

Opna Stjörnufræðivefinn í nýjum glugga
Til baka á forsiðu

Meira um Deimos og Mars

Mars

Fóbos

Sólkerfið

Slóðir á aðra vefi