Virkni við yfirborð sólarYfirborð sólarinnar er þakið sólkornum

Sólkorn

Sólkorn þekja yfirborð sólarinnar neðst í ljóshvolfi. Um 1000 km í þvermál. Skammlíf (lifa u.þ.b. 10 mín.). Gas streymir upp í miðjum sólkornunum (hraði um 400 m/sek.), kólnar og sekkur við jaðrana. Birtumunur milli miðju og jaðars getur til kynna 300-500 gráða hitamun.

Rafgasið flæðir upp í miðju sólkornanna en streymir niður við jaðrana.

Sólblettir eru nærri því 2000 gráðum kaldari en yfirborðið umhverfis þá

Sólblettir

Köld svæði í ljóshvolfi sólar. Dæmigerður sólblettur er um 30 þúsund km að þvermáli (jörðin er 13 þús. km að þvermáli). Hitastig í miðju sólbletta er um 3900 K en útgeislun er samt aðeins um 1/5 af útgeislun ljóshvolfsins (5800 K). Þessi munur á orkuútstreymi veldur því að sólblettirnir virðast dökkir. Sterkt segulsvið er við sólblettina sem gæti valdið kælingu gassins (takmarkað streymi heits gass upp á við). Æviskeið sólbletta er frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Svörtu rákirnar út frá blettunum eru iðusvæði.

Hreyfimynd sem sýnir iðusvæðin umhverfis sólblettina.

Fiðrildalínuritið sýnir vel 11 ára sveifluna í virkni sólbletta. Sólblettirnir myndast fyrst á 30° frá miðbaug (30° norðlægrar og suðlægrar breiddar) en smám saman færast myndunarsvæðin nær miðbaug. Þegar virknin er í hámarki er sólvindurinn sérlega öflugur (síðast var hámark 2002-2003).

Grand Daddy sólstrókurinn í júní 1946 var meðal stærstu sólstróka sem sést hafa. Hann náði um 200 þúsund km hæð yfir yfirborði sólar (til samanburðar er þvermál jarðar aðeins um 13 þúsund km).

Sólstrókar

Miklir straumar heits gass frá sólinni. Geta náð tugþúsundir kílómetra upp fyrir ljóshvolfið (þ.e. upp í kórónuna). Vara frá nokkrum klukkustundum og upp í marga mánuði. Koma frá svæðum umhverfis sólbletti. Við getum aðeins séð sólstróka við rönd sólarinnar. Þegar þeir eru inni á sólskífunni og ber í sólkringluna líta þeir út sem dökkar rákir á sólinni (sólbendlar).Sólvindurinn og segulsvið jarðar

Sólvindurinn

Straumur hlaðinna agna út frá sólkórónunni sem nær langt út fyrir braut Plútós. Fer með hraðanum 300-500 km/sek. Þegar hann er mestur (í kringum sólblettahámark) getur hann valdið truflunum á fjarskiptum. Þeir sem búa nálægt heimskautunum njóta þess í meiri virkni segulljósa (norður- og suðurljósa).Svörtu strókarnir hægra megin á myndinni eru sólbroddar. Þeir eru um 500 km breiðir og stíga allt upp í 8.000 km hæð yfir yfirborð sólarinnar.

Sólbroddar

Mjóir gasstrókar sem stingast upp úr lithvolfinu og ná upp í neðri lög kórónunnar. Gas streymir eftir þeim með hraðanum 20 km/sek. Sólbroddar lifa í um 5 til 15 mínútur. Á hverju augnabliki má sjá um 100-300 þúsund sólbrodda á yfirborði sólar.Hér sést stærsti sólblossi sem við höfum nokkru sinni orðið vör við. SOHO tók þessa mynd í útfjólubláu ljósi hinn 4. nóvember 2003. Efnið sem streymdi frá sólinni ferðaðist á um 2300 km hraða á sekúndu. Þessi blossi olli litlum áhrifum á jörðinni, þar sem stefna hans var ekki í átt til okkar.
Hreyfimynd sem sýnir sólblossann
(SOHO, ESA og NASA)

Sólblossar

Mestu hamfarir sem sjást á yfirborði sólar. Eiga upptök sín nálægt sólblettasvæðum. Skömmu áður hefur upptakastaðurinn hitnað upp í allt að 5 milljón gráður. Blossunum fylgir mikil aukning í virkni sólvindsins enda er orkuútgeislunin allt að 1030 Joule (svarar u.þ.b. til orkunotkun mannkyns í 100 milljarða ára).Kórónuskvetta

Kórónuskvettur

Kórónuskvettur eða kórónusog eru gríðarstórar gasbólur sem springa út frá kórónu sólar. Þegar þær eru að byggjast upp teppist sólvindurinn að nokkru en síðan kemur nokkurra klukkustunda risagusa af hlöðnum eindum frá sólkórónunni. Tengjast stundum sólgosum en það er ekki algilt.

Ekki var hægt að fylgjast með kórónuskvettum fyrr en menn fóru með sólarsjónauka út í geim (á 8. áratugnum). Í sólmyrkva sést kórónan í of skamman tíma til þess að hægt sé að fylgjast með breytingum í henni og í sjónaukum á jörðu sést aðeins innsti hluti hennar (nægilega bjartur til að hverfa ekkií bláan himininn). Í geimsjónaukum er fylgst með kórónunni með því að setja hring yfir sjálfa sólarkringluna.

Slóð á síðu um rannsóknir á kórónuskvettunni 6. janúar 1997

Kórónuskvettur 14. apríl 1980 og 24. október 1989

Slóð á síðu með myndum af sólinni

Síða um sólina

Til baka á forsiðu

Opna Stjörnufræðivefinn í nýjum glugga
Til baka á forsiðu

Sólkerfið

Meira um sólina:

Sólin
Sólskoðun
Sólmyrkvar
Tunglmyrkvar

Slóðir á aðra vefi:

SOHO-geimfarið

Vefsíða NASA um tengsl jarðar og sólar

Háloftarannsóknastofnun Bandaríkjanna

Geimveðrið í dag