Könnun Venusar

Venus Express geimfarið sem ætlunin er að senda til Venusar 2005
Stærri mynd

Þótt 26 geimför hafi verið send til Venusar er hún samt meðal torskildustu reikistjörnum sólkerfisins. Þykk skýjaslæða byrgir okkur sýn á yfirborðið en vísindamenn hafa þó gert sér grófa mynd af því út frá ratsjármyndum. Margt af því sem á sést á þeim verðskuldar nánari rannsóknir. Til að mynda eru mörg sérkennileg eldfjöll á yfirborðinu sem virðast hafa gosið tiltölulega nýlega en ekki er vitað með vissu hvort eldfjöllin séu virk í dag. Einnig vitum við lítið sem ekkert um efnasamsetningu yfirborðsins eða hvort vatn hafi einhvern tímann verið þar til staðar. Með því að kanna lofthjúpinn nánar getum við líka öðlast frekari vitneskju á því hvers vegna lofthjúpurinn varð svo gjörólíkur lofthjúpi jarðar.

Flest könnunarför sem send hafa verið til Venusar komu frá Sovétríkjunum sálugu. Alls voru þau nítján talsins í Venera, Zond og Vega-verkefnunum. Ekki heppnuðust þau öll jafnvel en þau sem hafa á annað borð náð að lenda hafa ekki enst þar nema í skamma stund.

Af leiðöngrum NASA þá var Magellan-leiðangurinn sá árangurríkasti enda kortlagði geimfarið 99% af plánetunni með ratsjá og uppgötvaði fjöldamörg sérkennileg kennileiti.

Árið 2005 sendir Evrópska geimferðastofnunin Venus Express geimfarið til Venusar. Það á að rannsaka Venus í a.m.k. tvö Venusarár sem jafngildir um 500 jarðardögum.

Leiðangur Land Geimskot Verkefni Árangur
Venera 1 Sov. 12.02.61 Flaug framhjá Venusi. -
Venera 1 Sov. 12.02.61 Flaug framhjá Venusi. -
Mariner 2 BNA 27.08.62 Rannsaka lofthjúp Venusar. Fann út að hitinn á yfirborðinu er um 450°C.
Zond 1 Sov. 02.04.64 Rannsaka Venus. -
Venera 2 Sov. 12.11.65 Rannsaka lofthjúp Venusar. Brotlenti á Venusi. Sambandið rofnaði rétt fyrir komuna til Venusar.
Venera 3 Sov. 16.11.65 Rannsaka lofthjúp Venusar. Brotlenti á Venusi. Samband rofnaði rétt fyrir komuna til Venusar.
Venera 4 Sov. 12.06.67 Fara inn í lofthjúp Venusar. Féll saman vegna þrýstings áður en það náði til yfirborðsins.Lofthjúpurinn var 95% koldíoxíð, hitinn um 500°C og þrýstingur 75 bör.
Mariner 5 BNA 14.06.67 Fljúga framhjá Venusi í 3900 km fjarlægð frá henni. Rannsakaði lofthjúpinn og leitaði að segulsviði.
Venera 5 Sov. 05.01.69 Fara inn í lofthjúp Venusar. Féll saman í 26 km hæð vegna þrýstings.Lofthjúpurinn var 93-97% koldíoxíð, 2-5% nitur.
Venera 6 Sov. 10.01.69 Fara inn í lofthjúp Venusar. Féll saman í 11 km hæð vegna þrýstings.Rannsakaði efnasamsetningu lofthjúps.
Venera 7 Sov. 17.08.70 Fyrsta lendingin á Venusi og fyrsta lendingin sem heppnaðist á öðrum hnetti. Hitinn var 475°C og loftþrýstingur 90 bör. Starfaði í 23 mín.
Venera 8 Sov. 27.03.72 Lenda á Venusi. Rannsaka vinda í lofthjúpnum. Starfaði í 50 mínútur eftir lendingu.100 m/s vindhraði í 48 km hæð, 40-47 m/s í 42-48 km hæð og 1 km/s í innan við 10 km hæð.
Mariner 10 BNA 03.11.73 Fljúga framhjá Venusi og Merkúr. Taka fyrstu myndirnar af Venusi. Rannsakaði hringrás lofthjúpsins.
Venera 9 Sov. 08.06.75 Sporbaugs- og lendingarfar. Rannsaka lofthjúpinn og skýjafarið. Lenti á Venusi 22. nóv. 1975 og starfaði í 53 mín.Uppgötvaði mismunandi skýjalög. Fyrstu svarthvítu myndirnar af yfirborðinu.
Venera 10 Sov. 14.06.75 Sporbaugs- og lendingarfar. Rannsaka lofthjúpinn og skýjafarið. Lenti á Venusi 25. nóv. 1975 og starfaði í 65 mín.Uppgötvaði mismunandi skýjalög. Sendi svarthvítar myndir af yfirborðinu.
Pioneer Venus 1 BNA 20.05.78 Sporbaugsfar sem átti að rannsaka lofthjúpinn, kortleggja yfirborðið og hugsanlegt segulsvið. Starfaði frá 1978-1992. Nam 10% minnkun á brennisteinsdíoxíði í lofthjúpnum. Ekki vitað hvers vegna (e.t.v. eldgos?).
Pioneer Venus 2 BNA 08.08.78 Fjórir lofthjúpskönnuðir, einn stór og þrír litlir. Rannsaka lofthjúpinn. Fann þokulag í 70-90 km hæð, hitauppstreymi í 10-50 km hæð og í 30 km hæð heiðskírt svæði.
Venera 11 Sov. 09.09.78 Fljúga framhjá og lenda á yfirborðinu. Senda myndir til baka. Starfaði í 95 mín. Myndavélar biluðu.
Venera 12 Sov. 14.09.78 Fljúga framhjá og lenda. Starfaði í 110 mín. Nam líklega eldingar.
Venera 13 Sov. 30.10.81 Fljúga framhjá og lenda á Venusi 1. mars 1982. Senda myndir til baka. Efnagreina yfirborðið. Fyrsta litmyndin af yfirborðinu. Fann sjaldgæft afbrigði basalts.
Venera 14 Sov. 04.11.81 Fljúga framhjá og lenda á Venusi 5. mars 1982. Senda myndir. Efnagreina yfirborðið. Sendi litmyndir. Fann basalt sem er algengt í úthafshryggjum jarðar.
Venera 15 Sov. 02.06.83 Komast á braut um Venus. Kortleggja yfirborðið í mikilli upplausn. Fann nokkra heita reiti, líklega af völdum eldvirkni.
Venera 16 Sov. 07.06.83 Komast á braut um Venus. Kortleggja yfirborðið í mikilli upplausn. Fann nokkra heita reiti, líklega af völdum eldvirkni.
Vega 1 Sov. 15.12.84 Fljúga framhjá Venusi og Halley halastjörnunni. Senda lendingarfar á Venus og loftbelg í efstu skýjalögin. Lendingarfarið bilaði en loftbelgurinn sveif í um 48 klst í 54 km hæð. Nam miklar sveiflur á vindafari Venusar.
Vega 2 Sov. 21.12.84 Fljúga framhjá Venus og Halley halastjörnunni. Senda lendingarfar á Venus og loftbelg í miðskýjalagið. Lendingarfarið nam anortosít sem finnst m.a. á tunglinu. Loftbelgurinn sveif í um 48 klst í 54 km hæð. Nam miklar sveiflur á vindafari Venusar.
Galíleó BNA/Evr. 18.10.89 Flaug framhjá Venusi og jörðinni til að ná hraða til að komast til Júpíters. Tók nokkrar myndir og sendi niðurstöður mælinga á lofthjúpnum til jarðar.
Magellan BNA 04.05.89 Komast á braut um Venus og kortleggja hana með ratsjá. Kortlagði 99% af yfirborðinu.
Cassini BNA/Evr. 15.10.97 Flaug framhjá Venusi 21.04.98 til að ná upp hraða svo geimfarið kæmist til Satúrnusar. Tók nokkrar myndir og framkvæmdi mælingar á lofthjúpi Venusar. Prófaði ný tæki.
Venus Express Evr. nóv. 05 Rannsaka lofthjúp Venusar nákvæmlega og kortleggja yfirborðið.


Til baka á forsíðu
Opna Stjörnufræðivefinn í nýjum glugga
Til baka á forsíðu

Meira um Venus:

Um Venus

Þverganga Venusar 8. júní 2004

Sólkerfið

Slóðir á aðra vefi: