Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Voyager 1

Leiðangur um ytra sólkerfið

Efnisyfirlit
 Meira um Voyagerflaugarnar

Voyager 1 var ómannað könnunarfar sem skotið var á loft frá Canaveralhöfða í Flórída þann 5. september 1977 með Titan III-E Centaur eldflaug. Systurfar þess, Voyager 2, hafði verið sent á loft stuttu áður eða 20. ágúst sama ár. 

Ferðalag Voyagers 2 út í sólkerfið er sennilega það árangursríkasta hingað til. Á ferðalaginu heimsótti geimfarið fjórar reikistjörnur og tungl þeirra, þar á meðal tvær reikistjörnur sem ekkert geimfar hafði heimsótt áður. Voyager förin voru bæði útbúin mjög öflugum myndavélum og mælitækjum en kostuðu aðeins brot af því sem stærri leiðangrar á borð við Galíleó og Cassini-Huygens kostuðu. Voyager 2 stefnir nú út úr sólkerfinu líkt og Pioneer 10 og 11, Voyager 1 (sem er komið lengst allra geimfara) og New Horizons sem mun fljúga framhjá Plútó árið 2015.

Voyager verkefnið

Upphaflega voru Voyagarflaugarnar hluti af Mariner verkefninu. Gengu þau þá undir heitnu Mariner 11 og Mariner 12. Síðar voru flaugarnar færðar yfir í aðskilið verkefni sem nefnt var Voyager, enda þótti nafnið rómantískt og eiga vel við um þennan stóra leiðangur.

Nokkrum árum áður en geimförin fóru á loft höfðu stjörnufræðingar hugsað sér að nýta sérstaklega heppilega uppröðun reikistjarnanna sem verður á 176 ára fresti. Hugmyndin var þá að nýta uppröðunina til að þeyta geimförunum á milli reikistjarnanna og spara þannig gríðarlega orku. Þannig hefðu geimförin getað ferðast til Júpíters, Satúrnusar, Úranusar, Neptúnusar og Plútó, sem á þeim tíma var enn flokkaður sem reikistjarna. Fallið var frá þessum áformum vegna fjárskorts. Engu að síður var tækifærið nýtt og Voyager 1 sendur í ferðalag til Júpíters og Satúrnusar en Voyager 2 til allra reikistjarnanna nema Plútós.

Í febrúar 1998 tók Voyager 1 fram úr Pioneer 10 og varð þá fjarlægasti manngerði hluturinn í geimnum. Voyager 2 ferðast ekki nógu hratt til að taka fram úr systurfari sínu og því mun Voyager 1 halda þessum titli um nánustu framtíð.

 

 

Geimförin

Voyagerflaugarnir vega eitt tonn, eru þriggja ása og nota snúða (gyros, litlar eldflaugar) til að stilla sig af og beina loftneti sínu til jarðar. Um borð í geimförunum eru tíu mælitæki en starfsemi flestra þeirra hefur verið hætt. Gögn frá geimfarinu berast til jarðar á sex mánaða fresti þar sem upplýsingar um umhverfið í kring og fjarlægð er að finna.

Voyagerflaugarnar eru útbúnar tveimur myndavélum. Önnur myndavélin hefur 200mm gleiðlinsu og f/3 ljósop en hin hefur 1500mm þrönghornslinsu með f/8,5 ljósop. Fyrir framan hvora myndavél er síuhjól sem inniheldur átta litsíur svo unnt sé að útbúa litmyndir.

Orka

Voyagerflaugarnar eru ekki knúnar sólarorku vegna fjarlægðar frá sólu. Þess í stað er rafmagnið framleitt með litlum kjarnaofni. Í ofninum er hrörnun geislavirku samsætunnar plúton-238 (samsætan plúton-239 er notuð í kjarnavopn) nýtt til framleiðslu á um það bil 470W afli (við geimskot) og 30 volta jafnstraumi (DC). Þegar plútonið hrörnar myndast hiti sem notaður til rafmagnsrafmleiðslu. Plúton-238 helmingast á um 88 árum. Tæplega 50 árum eftir geimskot, eða í kringum árið 2025, hefur efnið hrörnað það mikið að það annar ekki rafmagnsþörf geimfaranna og slökknar þá loks á þeim.

Voyager gullplatan

Um borð í báðum Voyager-könnunum eru gullhúðaðar koparplötur sem innihalda ljósmyndir og hljóð frá jörðinni sem lýsa lífi og menningu jarðarbúa á áttunda áratugi tuttugustu aldar. Á plötunni eru skráðar leiðbeiningar hvernig leika á plötuna og einnig útlistun á staðsetningu jarðar í Vetrarbrautinni. Plöturnar eru skilaboð frá jarðarbúum til hugsanlegs menningarsamfélags sem kann að leynast í Vetrarbrautinni, en ekki síður tímahylki fyrir afkomendur okkar sem geymir upplýsingar um okkur og þann tíma þegar við stigum fyrstu skrefin í könnun geimsins. Platan mun nefnilega endast lengur en mannkynið sjálft. Með plötunni fylgdi örlítið brot af geislavirku úrani. Með því að athuga hve mikill hluti úransins hefur hrörnað mætti reikna út hve lengi geimfarið hefur ferðast um geiminn. Innihalda plötunnar var valið af nefnd sem Carl Sagan stóð fyrir.

Sjá nánar: Voyager gullplatan

Flogið framhjá Júpíter

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook